Normas
Reglur varðandi börn
Eitt barn undir 5 ára aldri getur gist án endurgjalds í herbergi með foreldrum sínum, svo lengi sem ekki er bætt við rúmi. Við áskiljum okkur rétt til að krefjast greiðslu fyrir auka rúm. Morgunmatur er ekki innifalinn en hinsvegar er 50% afsláttur af morgunmat til allra barna undir 5 ára aldri.
Reglur varðandi afbókun
Allar afbókanir kosta kr. 1.500. Ef óskað er eftir endurgreiðslu verður afbókun að berast með 21 dags fyrirvara. Ef þú afbókar ekki með 21 dags fyrirvara ert þú ábyrgur fyrir bókuninni ef ekki tekst að endurbóka. Við höldum úti biðlista og vinnum ávallt að því að nýta herbergin til hins ýtrasta þannig að þú getir fengið endurgreitt þegar þú afbókar.
Reglur varðandi breytingar
Vinsamlegast leggðu inn beiðni til okkar ef þú vilt breyta bókun þinni og við gerum okkar allra besta til að uppfylla óskir þínar. Breytingar á bókun kosta kr. 1.500.